Uppskriftir‎ > ‎Annað‎ > ‎

Heimalagað músli

Af heimasíðunni http://gulurraudurgraennogsalt.com/ 

Gómsætt með möndlumjólk eða grísku jógúrti, jafnvel rísmjólk eða kókosmjólk (AB mjólk).


Innihald

2 bollar tröllahafrar
1 1/2 bolli hnetur og fræ að eigin vali
1/3 bolli ólífuolía
1/3 bolli hunang eða hlynsýróp
1 tsk sjávarsalt
1 tsk kanill
1 tsk vanilludropar
1/4 bolli kókosflögur (ég mun pottþétt ekki hafa þetta...)
1/4 – 1/2 bolli aðrir þurrkaðir ávextir, t.d. rúsínur, trönuber, apríkósur

Aðferð
  1. Blandið saman í skál tröllahöfrum, hnetum og fræjum.
  2. Hellið ólífuolíunni og hunangi/hlynsýrópi út í og blandið vel saman.
  3. Blandið salti, kanil og vanilludropum saman við.
  4. Látið smjörpappír á ofnpl ötu og hellið blöndunni þar á og dreifið vel.
  5. Bakið við 175°c í um 35-40 mínútur, hrærið reglulega í blöndunni þannig að hún bakist jafnt og minni líkur eru á að hún brenni.
  6. Þegar um 5-10 mínútur eru eftir bætið þá þurrkuðum ávöxtunum út í og fylgist vel með að það brenni ekki, sérstaklega ef þið eruð með kókos.
  7. Látið kólna og setjið í glerílát með loki. Þannig geymist það í allt að tvær vikur.
Comments