Draumaterta Margrétar

Hefðbundin draumterta

Innihald og meðhöndlun

a) Svampbotn:

2 stk egg

70 gr strásykur

30 gr hveiti

35 gr kartöflumjöl

Egg þeytt mjög vel og blanda sykrinum saman við og þeytt vel.

Hveiti og kartöflumjöl sigtað saman og blandað varlega saman við með gaffli.

Deigið sett í smurt form og pínulítið hveiti stráð á feitina.

Baka við 200°C fyrstu 5 mín en síðan við 185°C í 7 mín.

b) Marengs:

3 stk eggjahvítur

150 gr strásykur

Stífþeyta eggjahvíturnar og bæta síðan sykrinum saman við.

Setja bökunarpappír í formið og deigið hellt síðan í formið.

Bakað við 100°C í 2 klst.

c) Súkkulaðikremið:

3 stk eggjarauður

4 msk flórsykur

---> hrært saman

50 gr brætt súkkulaði

---> bætt útí

1 peli þeyttur rjómi

d) 1/2 líter þeyttur rjómi

Samsetningin

Kakan sett saman:

1. Svampbotn bleyttur með safa úr perum

2. Perur skornar í sneiðar og dreift á botninn

3. 1 cm þykkt lag af rjóma

4. Súkkulaðikrem

5. Marengsbotn

6. Rjómi

7. Súkkulaðikrem

8. Skreytt með rjóma og perum.