Fiskisúpa Möggu

Fyrir ca.6

Innihald og eldun

Nota skal olíu til steikingar

2 stilkar sellerí

1/2 púrrulaukur, skera í þunnar sneiðar

1/2 rauðlaukur, saxa smátt

1/2 rauð paprikka, skera í bita

2 tómatar, skera í báta

1 rif hvítlaukur, pressa

Léttsteika þetta í olíu í potti. Setja síðan eftirfarandi krydd saman við.

1 – 2 tsk. karryduft (best frá Mild RaJah)

1 tsk. paprikuduft (frá RaJah)

1/2 tsk. aromat

1/2 tsk. sítrónupipar

3 tsk. humarkraft (Oskar)

3 tsk. fiskikraft (Oskar)

700 ml vatn

200 ml hvítvín (mælt með GTR frá Ástralíu, sætt)

1/2 líter af rjóma.

Sjóða allt saman í ca. 10 mín.

Fiskurinn

Best er að setja fiskinn út í pottinn 2 mín. áður en fiskisúpan er borin fram. Ekki ofsjóða fiskinn.

Humarinn er settur út í súpudiskinn fyrir hvern og einn.

Fiskurinn skorinn í bita (ca. 4-5 cm)

Silungaflök (roðflett og lýsisrák skorin frá, beinhreinsuð)

Hörpuskelfiskur stór eða lítill

Krabbakjöt, surimi, (bleiku stangirnar skornar í 1 cm bita)

HUMAR, léttsteikja (2-3 mín) humar úr skel og setja út í hverja súpuskál.

Einnig má hafa rækjur, lax, lúðu, allt eftir smekk.