Sveppaostasósa Ívars

Magn fyrir ca. 4

Ívar mágur er mikill matgæðingur og dúllar við sín hráefni. Hann býr yfirleitt til sósuna snemma svo "hún taki sig" og hitar síðan upp um hálftíma áður en kjötið er borið á borð.

Innihald og eldun

1 box grófsaxaðir ferskir íslenskir sveppir

1/4 hvítur laukur, mjöööög smátt saxaður

klípa af íslensku smjöri

Léttsteikja ofangreint í potti.

Bæta við smá sojasósu (eða tamarisósu sem er hollari)

1/2 piparostur sem er mjög smátt skorinn er bætt útí - það þarf að hafa hann mjög smátt skorinn þar sem að hann er svo lengi að bráðna og leiðinlegt að hafa hann í kögglum í sósunni.

1 peli rjómi

1 pk sveppasmurostur (sósan þykkist með ostinum)

1/2 nautakjöts súputeningur

Ef það er soð af kjötinu þá skal skella því útí í lokin.