Uppskriftir‎ > ‎Smákökur‎ > ‎

Sörur a la Helga sys


ca. 40 stk
Innihald

a) Botn:
200 gr möndlur - fínsaxaðar
3 1/4 dl flórsykur
3 stk eggjahvítur (1 1/2 dl)

Stífþeyta eggjahvítur, blanda saman fínsöxuðum möndlum og flórsykri og hræra öllu varlega saman.
Setja með teskeið á bökunarpappír í jafn toppa, ca. 40 stk.
Baka við 175°-200°C  í 12-15 mínútur.
Kæla.

b) Smjörkrem:
3/4 dl sykur
3/4 dl vatn
3 stk eggjarauður - þeyta
150 gr smjör við stofuhita
1 msk kakó

Sjóða saman sykur og vatn í seigan lög.
Þeyta eggjarauðurnar vel og bæta síðan sykurleginum hægt útí og þeyta stöðugt í á meðan og látið kólna.
Þegar blandan er orðin köld skal smjörinu hrært útí og síðan kakóinu.
Smyrja skal kreminu á öfuga hlið botnanna og kæla síðan.

c) Húðun:
75 gr dökkt hjúpsúkkulaði
1 msk matarolía

Bræða súkkulaðið og olíuna yfir vatnspotti.
Dýfa kremhliðinni á kökunum ofann í súkkulaðið. Veltið kökunum til svo súkkulaðið jafnist og kælið þær á bökunarpappír.

Comments