Uppskriftir‎ > ‎Kökur‎ > ‎

Geggjuð súkkulaðikaka


Geggjuð súkkulaðikaka frá Sollu

Innihald
200 gr 70% súkkulaði
200 gr smjör
200 gr hrásykur
4 eggjarauður
4 eggjahvítur
50 gr fínt malaðar möndlur (í matvinnsluvél)

Meðhöndlun
Bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði og bæta síðan smjörinu og hrásykrinum útí.

Taka af hellunni og láta kólna aðeins og síðan að hræra eggjarauðunum útí.

Blanda möndlunum varlega saman við.

Stífþeyta eggjahvíturnar og blanda þeim varlega útí.

Strá smá möndlum í botninn á hringlaga formi (26 cm) og hella deiginu útí.

Þetta skal baka við 180°C í 20 mín.

Gott að bera kökuna fram með sýrðum rjóma sem búið er að blanda með smá vinilludufti.
Comments