Uppskriftir‎ > ‎Matur‎ > ‎

Linsubaunaréttur

Efast um að mynd henti þessum rétti ;)
Ég fékk þennan linsubaunarétt stundum þegar ég var lítil og mamma lærði hann þegar pabbi var við nám í Þýskalandi.
Hann er ótrúlega góður þótt hann líti ekki lystuglega út.

Innihald og eldun


1 og 1/2 bolli linsubaunir, leggja í bleyti

1/2  súputeningur

1/2 msk edik

1/2 skorinn laukur

beikon eftir smekk, setja í pott eftir að suðan er kemur upp

 

Sjóða í ca. 1 klst eða þar til baunir eru orðnar mjúkar.

 

Bera fram með soðnum pylsum eða partýpylsum.

Comments