Þetta er "sykurlaust" bananabrauð sem ég fann á síðunni: "Sykurlaust bananabrauð - mataruppskriftir.blog.is "
Ég breytti henni aðeins og bæti við lúku af söxuðum döðlum og smá salt.
Síðan er auðvitað best að nota vel þroskaða banana.
Innihald og bakstur
2-3 þroskaðir bananar - stappa vel
1 egg
2 bollar hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk kanill (geggjað að hafa kanil)
Ein lúka af söxuðum döðlum
Stappa bananana og geyma til hliðar.
Blanda öll þurrefni saman í skál og bæta svo blautefnum útí, þ.e. bönununum, mjólk, eggi og vanilludropum.
Hella í brauðform (og jafnvel strá smá haframjöli ofaná).
Baka í um 40 mín á 180°C.