Himnesk súkkulaðikaka

Rosalega góð súkkulaðikaka en athugið að hún á að vera blaut þegar hún kemur úr ofninum. Síðan er hún kæld og jafnvel sett í frysti í nokkrar klst.

Bera fram með rjóma og jafnvel berjum og ís.

Innihald og bakstur

1/2 bolli sterkt kaffi

200 gr púðursykur

200 gr sykur

350 gr smjör

300 gr suðusúkkulaði

100 gr ljóst súkkulaði - eða hvítt

5 stór egg

  1. Kaffi sett í pott og sykrinum hrært út í. Látið suðuna koma upp.
  2. Takið af hellunni og hrærið smjörinu og súkkulaðinu í bitum saman við. Sykurblöndunin má EKKI SJÓÐA eftir að súkkulaði og smjörið er komið saman við. Hrært vel í blöndunni.
  3. Eggin eru hrærð saman og bætt úr í blönduna og allt hrært vel saman.
  4. Stórt lausbotna klemmuform er smurt vel. Blöndunni hellt í formið. Gott er að klæða mótið að utan með álpappír svo blandan leki ekki milli botns og forms.
  5. Kakan sett í 180°C heitan ofn og bökuð í 60 mínútur (ath. kakan er blaut í lokin).
  6. Kakan kæld (jafnvel sett í frysti - sem ég mæli með) í 3-4 klst. (ég geymi hana í frysti!).
  7. Með þessarri köku er gott að bera fram fersk ber og þeyttan rjóma eða ís.