Það gekk svolítið illa hjá mér að finna "rétt" Waldorfsalat þannig að þetta salat er blanda frá Helgu sys. og Nóatúni og jafnvel fleiri síðum á netinu. Súkkulaðispæni hugmyndin er frá Eddu Sveins... hún gerir þetta salatið sætara og hentar bara við sérstök tilefni.
Innihald og undirbúningur
3 græn epli, kjarnhreinsuð og skorin í bita
Græn vínber
5 sellerístönglar, skornir í sneiðar
25 gr valhnetukjarnar saxaðir
100 ml þeyttur rjómi
150 ml sýrður rjómi
smá appelsínusafi og grandmariner
(1/2 tsk hvítvínsedik - þá haldast eplin falleg)
pipar nýmalaður
1 tsk hrásykur
(spari: saxa smá súkkulaðispæni yfir)
Öllu blandað saman í skál og látið standa nokkra stund áður en borið er fram.