Eplakaka Margrétar

Hefðbundin eplakaka

Innihald

250 gr smjör

250 gr sykur

250 gr hveiti

2 stk egg

1 tsk lyftiduft

100 gr saxaðar möndlur

100 gr rúsínur (má sleppa)

1-2 stk epni (golden eða græn)

Kanelsykur eftir smekk

Meðhöndlun

Hræra saman smjör og sykri.

Hræra einu og einu eggi í einu og blanda vel saman við.

Bæta hveiti saman við og síðan lyftiduftinu.

Síðan er helmingurinn af deiginu settur í hringlaga form.

Eplin skorin í sneiðar og sett á deigið.

Kanelsykrinum stráð yfir (og rúsínur ef þær eru notaðar).

Afganginum af deiginu er sett yfir í smá hraukum.

Bakað við 180°-200°C í 15 mín. en þá er möndlunum stráð yfir og síðan er kakan bökuð í ca. 1 klst.