Þetta er gríðarlega góður réttur sem ég fékk einni vinkonu minni.
Hann er frá Skriðuklaustri og er geggjað góður með t.d. snittubrauði og fersku salati. Hann er líka fljótgerður.
Innihald og eldun
Léttsteikja saman:
500 gr hreindýrahakk
1 laukur skorinn smátt
Hita varlega saman í potti:
1/4 l rjómi
1 pk sneiddur piparostur
2 hvítlauksrif pressuð
1 grænmetisteningur
Síðan er þessu blandað saman og bætt við steinselju eða blóðbergi eða rósmarín og að lokum smakkað til með salti.
Öllu skellt saman í eldfast mót og dreifa fetaosti yfir.
Síðan er þetta bakað í ofni í 15-20 mínútur við 190°C eða þar til osturinn fer að bráðna.