Brauðbollur

Ca. 11 bollur en svo er líka hægt að búa til heilt brauð úr þessu.

Þegar strákurinn minn var í aðlögun á leikskólanum Foldakoti þá bragðaði ég á þessum gómsætu bollum hjá Mattý matráði. Hún var svo væn að gefa mér uppskriftina :)

Innihald

3/4 dl olía

1 og 1/2 dl mjólk

1 og 1/2 dl heitt vatn

1 msk sykur

1 tsk salt

5 tsk þurrger (1 bréf)

300 gr hveiti

100 gr heilhveiti

Bakstur

1. Taka frá 1 til 1 og 1/2 dl hveiti og geymið. Blanda saman öllum þurrefnunum ástam þurrgerinu.

2. Blanda saman vökva og olíu saman í aðra skál.

3. Hellið vökvanum saman við þurrefnin, sláið deigið og hnoðið og bætið við hveitinu sem var tekið frá í upphafi, eftir þörfum. Deigið á hvorki að klístast við borð né hendur.

4. Mótið fremur stórar bollur, penslið þær með mjólk eða sundurslegnu eggi. Síðan er gott að strá birkifræjum eða annars konar fræjum ofaná, eða jafnvel að rífa smá parmesan ost og strá hvítlaukssalti ofaná.

5. Bakið í ofni við 220°C í 10 mín.