Uppáhalds aðferðin að elda nautalund frá ljufmeti.com
Slóð: https://ljufmeti.com/2017/09/07/besta-adferdin-til-ad-elda-nautalund/
Þetta er klárlega þægilegasta aðferðin og það er óþarfi að taka sous vide tækið úr skápnum.
Forhita ofninn í 65°C (undir og yfirhita).
Ég sker yfirleitt lundina í tvennt.
Pipra lundina að ofan og neðan og vefja henni svo í plastfilmu, a.m.k. fimm hringi utan um lundina.
Lundin inn í ofn í 2 klst.
Síðan að henda henni á heitt grillið til að brúna hana (eða heita pönnuna).
Láta hana hvíla svo í 15 til 20 mín áður en hún er skorin (mikilvægt).
Meðlæti er að sjálfsögðu bernaise og grillaðar kartöflur.