Af vefsíðunni "Ljúfmeti og lekkerheit"
Kjúklinganaggar
Basilikusósa
Skerið kjúklingabringurnar í bita. Hrærið eggið létt með gaffli. Blandið í annari skál saman brauðraspi, parmesan, sítrónupipar og salti. Dýfið kjúklingabitunum fyrst í hrærða eggið og síðan í brauðraspblönduna. Steikið bitana í blöndu af smjöri og olíu þar til þeir fá fallegan lit. Ég hef pönnuna á miðlungsháum hita (stillingu 7 af 9) til að þeir nái að eldast í gegn án þess að brenna. Passið að kjúklingurinn sé steiktur í gegn.
Maukið basilikuna með töfrasprota í smá sýrðum rjóma. Blandið saman við restina af sýrða rjómanum og saltið.