Bernaise sósa
500 gr smjör
6-8 eggjarauður (meta eftir stærð eggja)
1 msk Estragon
1-2 tsk Essence
1 msk fljótandi nautakjötkrafur
Salt og pipar
Byrja að bræða smjörið við lágan hita í potti. Taka svo til hliðar og láta kólna á meðan eggjarauðurnar eru þeyttar.
Þeyta eggjarauðurnar í drasl með rafmagns handþeytara þar til eggjarauðurnar verða svo þykkar að hægt er að "teikna áttu" ofan á hræruna sem sígur ekki strax aftur niður. (Þeyta í nokkrar mínútur, 4-5 mín).
Síðan að hella smjörinu í mjórri bunu út í eggjarauðurnar og þeyta rólega í á meðan.
Svo má bæta við Estragon, slettu af kjötkrafti, essence og salt og pipar. Smakka til og bæta við eftir smekk.
Bera fram strax (þar sem ekki er hægt að hita upp bernaise sósu án þess að hún verði að mauki).