Döðlukaka Öddu

Hægt er að baka tvo botna eða búa til möffins.

Ég fékk þessa köku fyrst í Vatnsdalnum hjá Öddu mágkonu. Hún er æðisleg með bræddu Opal súkkulaði og rjóma.

Yummy!

Innihald og bakstur

(2 botnar)

1 egg

250 gr. sykur

250 gr. döðlumassi (eða gráfíkjumassi)

300 gr. hveiti

250 gr. smjörlíki

1 tsk. matarsódi

1 bolli mjólk

  1. Bráðið/lint smjörlíki og sykur er þeytt saman.
  2. Eggi bætt útí.
  3. Mjólkin yljuð og saxaður massinn settur útí og hrært saman þar til maukað.
  4. Öllu blandað saman.
  5. Sett í 2 bökunarform.
  6. Ofn 180°C og bakað í 30 mín.

Suðusúkkulaði (t.d. dökkt Opal suðusúkkulaði) er brætt með 1 msk. olíu. Hellt yfir botninn og borið fram með þeyttum rjóma.