Hægt er að baka tvo botna eða búa til möffins.
Ég fékk þessa köku fyrst í Vatnsdalnum hjá Öddu mágkonu. Hún er æðisleg með bræddu Opal súkkulaði og rjóma.
Yummy!
Innihald og bakstur
(2 botnar)
1 egg
250 gr. sykur
250 gr. döðlumassi (eða gráfíkjumassi)
300 gr. hveiti
250 gr. smjörlíki
1 tsk. matarsódi
1 bolli mjólk
Suðusúkkulaði (t.d. dökkt Opal suðusúkkulaði) er brætt með 1 msk. olíu. Hellt yfir botninn og borið fram með þeyttum rjóma.