Upppppáhalds kjúklingasúpan mín. "Einföld, saðsöm og sjúklega góð kjúklingasúpa."
Þessi er elduð reglulega og kóperaði hana hingað yfir svo ég þurfi ekki alltaf að googla hana til að elda.
(Fann þessa í Fréttablaðinu/Pressunni en linkurinn er ekki lengur aðgengilegur.)
Innihald
Uppskrift:
2 kjúklingabringur, skornar í bita
2-3 gulrætur skornar í sneiðar
1/4 rófa skorin í litla bita
púrrulaukur
1/3 stór sæt kartafla skorin í bita
paprika
2 hvítlauksrif
1/2 tsk karry
1/3 flaska heinz chillisósa
súputeningur
1 dós kókosmjólk
2-3 glös vatn
salt og pipar
Aðferð
1. Steikið kjúklinginn og leggið hann til hliðar.
2. Steikið hvítlauksrif og karrý saman í smá stund, bætið svo grænmetinu við (fyrir utan paprikuna), veltið og steikið aðeins.
3. Bætið paprikukunni við og steikið örlítið.
4. Bætið vatni við svo að það fljóti yfir.
5. Svo er chillisósunni bætt við, súputening eða kjúklingakrafti.
6. Smá salt og pipar eftir smekk.
7. Ef að maður vill gera meira úr þessu er hægt að setja dós af tómötum út í.
(Líka gott að setja smá tómatpúrru ef hún er til.)
8. Látið malla í ca 20 mín, setjið kókosmjólk og kjúlla út í og hitið aðeins, ekki láta sjóða.
Þetta er einstaklega matarmikil súpa og alveg rosaleg góð!
Ath, til að toppa þetta er alveg rosalega gott að hafa nachos með til brjóta út í súpuna.