Úr smákökubók.
170 gr smjör við herbergishita
200 gr púðursykur
1 stk egg
1 stk eggjarauða
2 tsk vanilludropar
250 gr hveiti
1/4 tsk salt
2 tsk maíssterkja
1 tsk matarsódi
200 gr suðursúkkulaði - skorið í litla bita
Hita ofninn í 180°C
Hræra smjörið í skál þar til það er orðið mjúkt og rjómakennt.
Bæta púðursykri við og hræra áfram í ca. mínútu.
Blaut blanda: Bæta við eggi, eggjarauðum og vanilludropum og hrærið við meiri hraða.
Þurr blanda: Í aðra skál skal blanda saman hveiti, maíssterkju, matarsóda og salti.
Síðan skal þurru blöndunni varlega út í blautu blönduna, hægt og rólega.
Svo skal bæta súkkulaðinu við.
Smyrja lítið form og setjið deigið í formið.
Baka í 20-25 mín eða þar til kakan er ljósgullbrún.
Kæla svo kökuna alveg áður en hún er tekin úr forminu.
Gott að bera fram með rjóma eða ís.