Sænsku kjötbollur Möggu hafa verið mikið eldaðar fyrir stóra viðburði þar sem gott að dýfa bollunum í heita sósu og borða sem pinnamat.
Einnig eru þær eldaðar í kvöldmat og þá borið fram með hrísgrjónum og salati.
500 gr nautahakk (eða hreindýrahakk)
1/2 pakki Ritzkex sem búið er að mylja vel niður
1/2 pakki púrrulaukssúpa frá Toro
Blanda öllu vel saman og búa til litlar bollur.
Steikja á pönnu upp úr smjöri/olíu.
Eftir steikingu er gott að setja á pappír inn í ofn í smá tíma til að taka burt mestu fituna.
1 krukka Heinz Chili sósa
1 krukka bláberjasulta
Blanda í lítinn pott og láta sjóða smá stund til að ná burtu mesta edikbragðinu.
Setja svo bollurnar útí og bera fram með hrísgrjónum og salati.